Nýr áfangi í starfsmenntun verslunarfólks

Í gær var ég á loka kynningu verkefnisins RETRAIN til að eflogo_bifrostla fagmenntun fyrir verslunarþjálfa. Verkefnið er samvinuverkefni Símenntun Háskólansá Bifröst, Rannsóknasetur verslunarinnar, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Samkaup, TESCO á Írlandi og BEST í Austurríki.

Meðal fyrirlesara voru Emil B. Karlsson, Magnús Smári Snorrason einnig var gestafyrirlesari Birdie Matthews sem stýrir írsku samstarfsneti (Skillnet) um starfsmenntun “Taste for Success Skillnets Network”.

Um er að ræða fagnám í verslunarþjálfun sem miðar að því að gera sérfræðinga í verslunarstörfum hæfa til að sjá um kennslu nýliða og endurmenntun almennra starfsmanna í smásöluverslunum. Að mínu mati er þetta flott og verðugt verkefni sem mun gegna lykilhlutverki í að efla fagmenntun starfsmana í verslunum.

Hér fyrir neðan er linkur inn á síðu Fræðslumiðstöð Atvinulífsins, þar er hægt að nálgast nánari upplýsingar um Fagnám í verslunarþjálfun.

http://frae.is/frettir/2015/09/lok-evropska-samstarfsverkefnisins-retrain/

Advertisements