Öryggismál á Norður-Atlantshafi

11210411_1115319548494664_7221489694577132221_nFimmtudaginn 19. nóvember 2015 mun sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert Barber halda hádegisfyrirlestur í boði Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins klukkan 12:00-13:00. 

Robert Barber mun ræða tengsl Bandaríkjanna og Íslands og mikilvægi öryggismála á Norður-Atlantshafi. 

Samskipti Íslands og Bandaríkjanna í varnar- og öryggismálum tóku stakkaskiptum við brottför varnarliðsins haustið 2006. Er ekki að efa að margir hafi áhuga á að kynnast afstöðu sendiherrans til öryggismálanna níu árum síðar. Fundurinn er öllum opinn og eru gestir hvattir til að koma tímanlega.

http://vardberg.is/vidburdir-vardbergs/tengsl-bandarikjanna-og-islands-bryn-oryggismal-a-nordur-atlantshafi/

 

 

Advertisements