Öryggismál á Norður-Atlantshafi

11210411_1115319548494664_7221489694577132221_nFimmtudaginn 19. nóvember 2015 mun sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert Barber halda hádegisfyrirlestur í boði Varðbergs í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins klukkan 12:00-13:00. 

Robert Barber mun ræða tengsl Bandaríkjanna og Íslands og mikilvægi öryggismála á Norður-Atlantshafi. 

Samskipti Íslands og Bandaríkjanna í varnar- og öryggismálum tóku stakkaskiptum við brottför varnarliðsins haustið 2006. Er ekki að efa að margir hafi áhuga á að kynnast afstöðu sendiherrans til öryggismálanna níu árum síðar. Fundurinn er öllum opinn og eru gestir hvattir til að koma tímanlega.

http://vardberg.is/vidburdir-vardbergs/tengsl-bandarikjanna-og-islands-bryn-oryggismal-a-nordur-atlantshafi/

 

 

Advertisements

Íslensk heim­ili ekki búin und­ir ham­far­ir

Rauði krossinn á Íslandi hóf um síðustu helgi átak sitt, „3 dagar: Viðnámsþróttur almennings á Íslandi við indexnáttúruhamförum“. Verkefnið gengur út á það að fræða almenning um mikilvægi þess að vera við öllu búin þegar kemur að hamförum á Íslandi og að geta verið sjálfum sér næg í að minnst 3. daga berist björgun ekki strax. Jón Brynjar Birgisson, sviðstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, sagði við upphaf verkefnisins að „Rauði krossinn hafi allt frá Vestmannaeyjagosinu sinnt neyðarvörnum og sé fræðsla almennings einn lykilþáttur í því starfi“. Hann sagði einnig að „heimili á Íslandi séu almennt ekki undirbúin undir hamfarir þótt ekki hafa farið fram nein ítarleg úttekt á því. Þetta verkefni muni vonandi bæta vel úr því“.

Verkefnið er samstarfsverkefni Rauða krossins á Íslandi, Land Rover verksmiðjunnar og BL, umboðsaðila Land Rover á Íslandi sem koma að verkefninu á myndarlegan hátt með styrkveitingu en útvega einnig ökutæki. Bjarni Þ. Sigurðsson, vörumerkjastjóri BL, sagði við tilefnið að „það væri sannur heiður fyrir BL og Land Rover að koma að þessu verkefni með myndalegum hætti því við getum aldrei verið of undirbúin fyrir hamfarir“. Hann sagði einnig „að samstarf Land Rover og Rauða krossins á alheimsvísu ætti sér langa sögu og nú bætist nýr kafli við þá sögu hér á Íslandi og sé það afar ánægjulegt“.

Markmið Rauði krossins er að efla neyðarvarnir með fræðslu fyrir almenning. Helstu efnistök eru gerð heimilisáætlana, fræðsla um viðlagakassa, þekking á helstu áhættuþáttum og viðbrögð við þeim, fjöldahjálparstöðvar og sálrænn stuðningur. Fræðslan mun fara fram á 25 stöðum á Íslandi og hver fræðsla mun taka um 2 klukkustundir. Einnig munu fara fram stærri æfingar með þátttöku almennings. Námskeiðin munu hefjast í upphafi næsta árs og verða nánar auglýst á hverjum stað fyrir sig og verða þau öllum að kostnaðarlausu.

http://www.raudikrossinn.is/page/rki_frettir&detail=10402