Hagnýt Verslunarstjórnun

Bókin er tilraunarverkefni í samvinnu við Háskólann á Bifröst og skrifuð með það að leiðarljósi að aðstoða nýja verslunarstjóra, sem og starfsmenn, sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á sviði verslunar og þjónustu. BóHV coverkin getur einnig verið fróðleg þeim sem hafa unnið við verslunarstjórnun til lengri tíma.

Breytingar í verslunar- og þjónustustörfum eru örari en nokkru sinni fyrr og þegar glundroðinn er sem mestur er mikil hætta á að ákveðin lykilatriði gleymist, hvort sem það er út af samkeppni, breytingum í starfsmannahaldi, vöruvali eða vegna anna. Það er einmitt þá sem krafan á færni, þekkingu og getu til að taka skjótar ákvarðanir og fylgja þeim eftir er sem mest. Í þessari bók langar mig að deila með ykkur þeirri reynslu sem ég hef aflað mér í starfi og námi í gegnum árin, ásamt því sem ég hef lært af öðrum verslunarstjórum í gegnum tíðina.

Einungis er hægt að nálgast eintak af bókinni í rafrænuformi hjá mér og kostar eintakið 2.500kr en stefnt er að því að hafa hana aðgengilega í bókarformi.

hægt er að sækja sýnihorn af bókinni hér.

Advertisements